[sam_zone id=1]

Lið ársins og bestu leikmenn

BLÍ tilkynnti í dag hvaða leikmenn hefðu staðið sig best þetta tímabilið að mati fyrirliða og þjálfara Mizunodeildanna.

Undanfarin tímabil hefur lið ársins verið valið af fyrirliðum og þjálfurum Mizunodeildanna en einnig eru útnefndir bestu leikmenn deildanna, efnilegustu leikmenn og dómari ársins. Engin breyting varð á þessu fyrirkomulagi þetta tímabilið og var valið kunngjört á ársþingi BLÍ sem fram fer í dag. Hér má því sjá lið ársins, bestu og efnilegustu leikmenn Mizunodeildanna tímabilið 2020/21. Einnig voru gefin einstaklingsverðlaun fyrir flest stig í ýmsum þáttum og að lokum voru dómari ársins og félagið með bestu umgjörðina verðlaunuð.

Stigahæstir – Mizunodeild karla

Stigahæstur í sókn : Miguel Mateo Castrillo (KA)

Stigahæstur í hávörn : Kristófer Björn Ólason Proppé (HK)

Stigahæstur í uppgjöf : Wiktor Mielczarek (Hamar)

Stigahæstur samtals : Miguel Mateo Castrillo (KA)

Stigahæstar – Mizunodeild kvenna

Stigahæst í sókn : Thelma Dögg Grétarsdóttir (Afturelding)

Stigahæst í hávörn : Hanna María Friðriksdóttir (HK)

Stigahæst í uppgjöf : Thelma Dögg Grétarsdóttir (Afturelding)

Stigahæst samtals : Thelma Dögg Grétarsdóttir (Afturelding)

Lið ársins – Mizunodeild kvenna

Kantur : Hjördís Eiríksdóttir (HK) og María Rún Karlsdóttir (Afturelding)

Miðja : Hanna María Friðriksdóttir (HK) og Sara Ósk Stefánsdóttir (HK)

Díó : Thelma Dögg Grétarsdóttir (Afturelding)

Uppspilari : Luz Medina (Afturelding)

Frelsingi : Líney Inga Guðmundsdóttir (HK)

Þjálfari : Emil Gunnarsson (HK)

Besti leikmaður : Thelma Dögg Grétarsdóttir (Afturelding)

Efnilegasti leikmaður : Lejla Sara Hadziredzepovic (HK)

Lið ársins karlamegin : Á myndina vantar Wiktor Mielczarek, Damian Sapor og Juan Manuel Escalona Rojas.

Lið ársins – Mizunodeild karla

Kantur : Mateusz Klóska (HK) og Wiktor Mielczarek (Hamar)

Miðja : Alexander Arnar Þórisson (KA) og Hafsteinn Valdimarsson (Hamar)

Díó : Radoslaw Rybak (Hamar)

Uppspilari : Damian Sapor (Hamar)

Frelsingi : Ragnar Ingi Axelsson (Hamar)

Þjálfari : Juan Manuel Escalona Rojas (Vestri)

Besti leikmaður : Wiktor Mielczarek (Hamar)

Efnilegasti leikmaður : Hafsteinn Már Sigurðsson (Vestri)

 

Besti dómarinn : Sævar Már Guðmundsson

Besta umgjörðin : Blakdeild KA