[sam_zone id=1]

Lið ársins – Mizunodeild kvenna

Þá er komið að kvennadeildinni en líkt og fyrri daginn hefst fjörið á liði ársins hjá Blakfréttum.

Mizunodeild kvenna var mun jafnari en Mizunodeild karla í ár en lið HK, Aftureldingar og KA höfðu þó mikla yfirburði á tímabilinu. Þessi þrjú lið börðust um alla titlana og allir leikmenn draumaliðsins þetta árið, sem og þjálfarinn, koma úr liðum Aftureldingar og HK. Afturelding á fjóra leikmenn í liðinu og HK á þrjá en þjálfarinn kemur einnig frá HK. Margir leikmenn KA voru nálægt efstu leikmönnum en liðið á engan leikmann í kvennaliðinu þetta árið.

Lið ársins – Mizunodeild kvenna

Kantur : Hjördís Eiríksdóttir (HK) og María Rún Karlsdóttir (Afturelding)

Miðja : Hanna María Friðriksdóttir (HK) og Sara Ósk Stefánsdóttir (HK)

Díó : Thelma Dögg Grétarsdóttir (Afturelding)

Uppspilari : Luz Medina (Afturelding)

Frelsingi : Velina Apostolova (Afturelding)

Þjálfari : Emil Gunnarsson (HK)