[sam_zone id=1]

Lið ársins – Mizunodeild karla

Fréttaritarar Blakfrétta tóku sig saman og völdu lið ársins og bestu leikmenn líkt og gert hefur verið undanfarin ár.

Valið á liði ársins fer fram með sama hætti og hjá BLÍ en atkvæðin koma frá fréttariturum síðunnar. Þar sem fréttaritarar eru ansi fáir mun kjörið líklega ekki endurspegla kjörið á vegum BLÍ þar sem fyrirliðar og þjálfarar deildanna eiga atkvæðisrétt. Það er þó áhugavert og skemmtilegt að skoða hverjir hafa staðið sig best þetta tímabilið en BLÍ opinberar sitt lið á ársþingi sínu þann 5. júní næstkomandi.

Hér tökum við fyrir lið ársins í Mizunodeild karla en fjallað verður um bestu og efnilegustu leikmenn deildarinnar seinna í dag. Á morgun, sunnudag, verður svo fjallað um Mizunodeild kvenna.

Í karlaliðinu eru Hamarsmenn í meirihluta, enda varð liðið þrefaldur meistari án þess að tapa leik allt tímabilið. Þeir eiga fimm af sjö leikmönnum liðsins en hörð barátta var einnig um hin tvö sætin sem þeir fengu ekki. Auk leikmanna Hamars eru tveir leikmenn KA í liðinu en þjálfarinn kemur frá HK. Það eru því einungis þrjú efstu lið deildarinnar sem eiga leikmann eða þjálfara í liðinu að þessu sinni en eins og áður sagði eru Hvergerðingar ríkjandi í liðinu.

Lið ársins – Mizunodeild karla

Kantur : Jakub Madej (Hamar) og Wiktor Mielczarek (Hamar)

Miðja : Hafsteinn Valdimarsson (Hamar) og Alexander Arnar Þórisson (KA)

Díó : Miguel Mateo Castrillo (KA)

Uppspilari : Damian Sapor (Hamar)

Frelsingi : Ragnar Ingi Axelsson (Hamar)

Þjálfari : Massimo Pistoia (HK)