[sam_zone id=1]

Lið ársins í Mizunodeild kvenna

Fréttaritarar Blakfrétta stóðu fyrir kjöri á liðum ársins í Mizunodeildunum 2019-20 að tímabilinu loknu.

Afturelding kom best út úr kjöri Blakfrétta og á alls fjóra leikmenn í liði ársins. Þar með talin er Luz Medina, besti uppspilari deildarinnar, en hún lék stærstan hluta tímabilsins með liði KA. Norðankonur eiga einn leikmann í liðinu auk besta þjálfarans. Þá kemur einn leikmaður frá Þrótti Reykjavík og einn frá HK.

Helena Kristín, Thelma Dögg, Cristina og Luz fengu allar fullt hús stiga í kjörinu. Sams konar kjör fór nýlega fram á vegum BLÍ og má sjá niðurstöður þess með því að smella hér.

Mizunodeild kvenna – Lið ársins

Kantar : Helena Kristín Gunnarsdóttir (KA) og María Rún Karlsdóttir (Afturelding)

Miðjur : Cristina Oliveira Ferreira (Þróttur R) og Sara Ósk Stefánsdóttir (HK)

Díó : Thelma Dögg Grétarsdóttir (Afturelding)

Uppspilari : Luz Medina (Afturelding)

Frelsingi : Kristina Apostolova (Afturelding)

Þjálfari : Miguel Mateo Castrillo (KA)