[sam_zone id=1]

Lið ársins í Mizunodeild karla

Fréttaritarar Blakfrétta stóðu fyrir kjöri á liðum ársins í Mizunodeildunum 2019-20 að tímabilinu loknu.

Deildarmeistarar Þróttar Nes eiga flesta leikmenn í liðinu eða þrjá talsins. Þá eiga þeir einnig besta þjálfarann, Raul Rocha. Lið HK á tvo leikmenn í liðinu en KA og Álftanes eiga einn leikmann hvort. Sams konar kjör á vegum BLÍ var kunngjört á dögunum og má finna niðurstöður þess með því að smella hér.

Mizunodeild karla – Lið ársins

Kantar : Jesus Montero Romero (Þróttur Nes) og Miguel Angel Ramos Melero (Þróttur Nes)

Miðjur : Mason Casner (Álftanes) og Galdur Máni Davíðsson (Þróttur Nes)

Díó : Miguel Mateo Castrillo (KA)

Uppspilari : Lúðvík Már Matthíasson (HK)

Frelsingi : Arnar Birkir Björnsson (HK)

Þjálfari : Raul Rocha (Þróttur Nes)

Í gær var Mizunolið kvenna gert opinbert og næst verða það efnilegustu leikmenn deildarinnar. Að lokum verður tilkynnt hvaða leikmenn þóttu standa sig best í Mizunodeildunum tímabilið 2019/20.