[sam_zone id=1]

Leikmenn og starfsmenn blakdeildar Aftureldingar lausir úr sóttkví.

Þeir 27. leikmenn og starfsmenn sem tóku þátt í leik Aftureldingar B og Aftureldingar X í 1.deild kvenna þann 11.mars að Varmá eru allir lausir úr sóttkví. Viðkomandi leikmaður sem var smitaður af Covid-19 í leiknum er þá einnig laus úr einangrun og heilast henni vel.

Þá urðu engin frekari smit í leiknum þrátt fyrir mikla nálægð á vellinum og meðhöndlun á boltum bæði af leikmönnum og hjá starfsfólki leiksins.