[sam_zone id=1]

Leikmannavandræði á Ísafirði

Lið Vestra átti að mæta liði Hamars í Mizunodeild karla næsta laugardag en leiknum hefur verið frestað.

Leikurinn átti að vera sá fyrsti hjá liðunum eftir stöðvun deildakeppninnar en Vestri hefur fengið leiknum frestað vegna vandræða í leikmannamálum. Vestri hefur fjóra erlenda leikmenn innan sinna raða og varð ljóst um helgina að þeir kæmust ekki til Ísafjarðar í tæka tíð fyrir leikinn. BLÍ hefur því ákveðið að fresta leiknum og Hamar mun þess í stað mæta liði Fylkis. Því ætti að vera hægt að spila heila umferð í Mizunodeild karla næstu helgi.