[sam_zone id=1]

Leikið í úrvalsdeild karla í dag

Í dag fóru fram 3 leikir í úrvalsdeild karla, og hafa þar með öll liðin spilað sínu fyrstu leiki í vetur.

Dagurinn byrjaði í Vogunum en þar mættust Þróttur V. og Hamar, liðunum var spáð misjöfnu gengi fyrir tímabilið en Hamri var spáð efsta sætinu en Þrótti því neðsta. Það kom líka á daginn að það var mikill getumunur á liðunum en Hamarsmenn unnu öruggan 3-0 sigur en hrinurnar fóru, 25-7, 25-8 og 25-11.

Á sama tíma hófst leikur Aftureldingar og Vestra en liðin áttust einnig við daginn áður en þar fóru Afturelding með 3-1 sigur af hólmi.
Leikurinn í dag var mjög svipaður þeim í gær en liðin buðu uppá fínasta leik og nokkra spennu í flestum hrinum. Nú byrjuðu Afturelding betur og unnu fyrstu hrinuna en Vestri svaraði með góðum sigri í annari hrinu. Þriðja hrinan var sú jafnasta en Vestri leiddi mest allan leikinn en Afturelding gáfust ekki upp og sigruðu hrinuna eftir upphækkun 27-25. Það var síðan allur vindur úr Vestra í síðustu hrinunni en hana unnu Afturelding 25-14. 3-1 sigur staðreynd, 25-23, 20-25, 27-25, 25-14.

Síðasti leikur dagsins var svo viðureign Fylkis og HK en liðununum er spáð svipuðu gengi og í fyrra, HK við toppinn og Fylkir í neðri hlutanum. Það voru nokkur ný andlit í leikmannahópum liðanna en helst ber þó að nefna að Hristiyan Dimitrov er mættur aftur í deildina en nú í búningi HK. Eins og í fyrsta leiknum var einnig smá gæðamunur á þessum liðum en HK unnu öruggan 3-0 sigur, 25-13, 25-18, 25-17.