[sam_zone id=1]

Landsleikir á Laugarvatni

Um komandi helgi fara fram landsleikir á Laugarvatni þegar U-19 lið Íslands í kvennaflokki tekur þátt í Smáþjóðamóti.

Langt er frá því að Ísland tók þátt í landsliðsverkefnum en unglingalandsliðin hafa ekki keppt síðan haustið 2019. Blaksamband Íslands hefur skipulagt mótið á Laugarvatni í samstarfi með Smáþjóðanefndinni og verður frábært að sjá landsliðin okkar spila aftur, sérstaklega skemmtilegt er að sjá þau spila heimaleiki sem er sjaldgæft fyrir unglingalandsliðin. Áhugasamir eru því hvattir til að gera sér ferð á Laugarvatn um helgina og fylgjast með öflugum og efnilegum leikmönnum okkar.

Andstæðingar Íslands á mótinu verða lið Gíbraltar, Möltu og Færeyja. Færeysku kvennaliðin hafa oft á tíðum verið nokkuð öflug en unglingalið Möltu og Gíbraltar þekkjum við afar lítið. Það verður því spennandi að sjá hvað íslenska liðið gerir gegn þessum liðum.

Leikmannahópur og þjálfarar

Helena Einarsdóttir

Heba Sól Stefánsdóttir

Líney Inga Guðmundsdóttir

Arna Sólrún Heimisdóttir

Daníela Grétarsdóttir

Ester Rún Jónsdóttir

Heiðbrá Björgvinsdóttir

Heiðdís Edda Lúðvíksdóttir

Jóna Margrét Arnarsdóttir

Lovísa Rut Aðalsteinsdóttir

Rut Ragnarsdóttir

Valdís Unnur Einarsdóttir

Sóldís Björt Blöndal

Agnes Björk Ágústsdóttir

Þjálfari : Borja González Vicente

Aðstoðarþjálfari : Thelma Dögg Grétarsdóttir

Leikirnir fara fram föstudag til sunnudags, 3.-5. september. Streymt verður frá öllum leikjum mótsins en nánari upplýsingar varðandi streymið verða auglýstar þegar nær dregur helginni. Leikjaniðurröðun í heild sinni má sjá hér :

Föstudagur 3. september kl. 17.00       Ísland – Gíbraltar

Föstudagur 3. september kl. 20.00       Færeyjar – Malta

Laugardagur 4. september kl. 14.00    Malta – Ísland

Laugardagur 4. september kl. 17.00    Gíbraltar – Færeyjar

Sunnudagur 5. september kl. 14.00     Malta – Gíbraltar

Sunnudagur 5. september kl. 17.00     Ísland – Færeyjar