[sam_zone id=1]

Kjörísbikarhelginni frestað

Ákveðið hefur verið að fresta öllum leikjum úrslitahelgar Kjörísbikarsins.

BLÍ birti frétt nú rétt í þessu þar sem að kemur fram að eitt lið sem átti að taka þátt í helginni er að stórum hluta í sóttkví og nær ekki að fylla byrjunarlið. Þar með eru forsendur helgarinnar brostnar og verður henni í heild fundin ný dagsetning í samræmi við tilmæli yfirvalda á Íslandi.

Nánari upplýsinga um komandi viðburði er að vænta strax eftir helgi.