[sam_zone id=1]

Kjörís bikarinn hófst í dag

Það fóru fram tveir blakleikir í dag annars vegar var leikið í fyrstu umferð Kjórís bikarsins þar sem fyrstu deildar lið Völsungs mætti HK. Það fór einnig fram einn leikur í úrvalsdeild kvenna þar sem Þróttur R. fékk Álftanes í heimsókn.

Á Húsavík voru HK í heimsókn, HK hefur gengið vel í vetur og einungis tapað einum leik í vetur, í úrvalsdeildinni, á meðan Völsungur eru um miðja fyrstu deild það var því ljóst að þetta yrði erfitt verkefni fyrir heimamenn.
Völsungur mættu þó alveg óhræddir í fyrstu hrinuna og spiluðu fínt blak alveg pressulausir gegn sterku liði HK. Hrinan var jöfn og spennandi en Völsungur var þó alltaf skrefinu á undan, hrinan var svo mjög spennandi í lokinn en Völsungur hélt út og vann fyrstu hrinuna 25-23 og voru því komnir 1-0 yfir.
HK voru fljótir að jafna sig á þessari hrinu og mættu mun ákveðnari til leiks í annari hrinunni, þar höfðu þeir tögl og haldir og keyrðu yfir Völsung en þeir unnu hrinuna 25-10.
Næstu tvær hrinur voru svo svipaðar HK voru sterkari en Völsungur sýndu fínt blak inná á milli en á endanum var munurinn of mikill á liðunum og HK kláruðu síðustu tvær hrinurnar 25-15 og 25-19.
HK eru því komnir áfram í 8-liða úrlit en Völsungur fá mikið hrós fyrir sína frammistöðu en þeir sýndu að þeir geta alveg staðið í bestu liðum landsins.

Í úrvalsdeild kvenna var það Álftanes sem að byrjaði mun betur en Þróttara stelpur voru hreinlega ekki mættar til leiks í fyrstu hrinunni en Álftanes unnu hana örugglega 25-9. Það var allt annað að sjá Þrótt í annari hrinunni en þær spiluðu flott blak í þeirri hrinu, þær voru með yfirhöndina allan tíman og unnu hrinuna 25-20. Leikurinn snerist svo aftur í þriðju hrinunni en þar voru Álftanes mun sterkari og unnu örugglega 25-16. Þrátt fyrir fínar tilraunir að þá náðu Þróttur ekki að snúa leiknum aftur en Álftanes var alltaf aðeins sterkari í þessari hrinu og unnu að lokum 25-21 og þar  með leikinn 3-1.