[sam_zone id=1]

Keppni fer aftur af stað

Það lítur út fyrir að keppni í blaki fari aftur af stað næstu helgi en þó er enn beðið staðfestingar yfirvalda.

Eftir að sóttvarnarlæknir skilaði minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra í vikunni var ljóst að stefnt væri á að leyfa keppni í íþróttum. Að því gefnu að fjöldi smita hækki ekki mikið næstu daga tekur breytingin gildi miðvikudaginn 13. janúar og stefnir BLÍ á að hefja keppni í Mizunodeildunum og 1. deild kvenna, þar sem fyrstu leikir fara fram föstudaginn 15. janúar.

KA B og Völsungur mætast þann 15. janúar í 1. deild kvenna og þá mætast Álftanes B og Fylkir 16. janúar. Hér að neðan má sjá dagskrá BLÍ fyrir Mizunodeildirnar.

Mizunodeild kvenna

16. janúar – 13:00     HK – Þróttur Nes

17. janúar – 12:00     HK – Þróttur Nes

17. janúar – 15:00     KA – Álftanes

17. janúar – 16:00     Þróttur Reykjavík – Afturelding

Mizunodeild karla

16. janúar – 15:00     Afturelding – KA

16. janúar – 17:00     Álftanes – Þróttur Vogum

16. janúar – 17:00     HK – Þróttur Nes

17. janúar – 13:00     Vestri – Hamar