[sam_zone id=1]

KA og HK höfðu betur gegn Álftanes

Það var tvíhöfði í Garðabænum í dag en karla- og kvennalið Álftanes léku bæði í dag gegn liðum KA og HK.

Fyrri leikur dagsins var á milli Álftanes og KA kvennameginn og úr varð hörkuleikur. KA léku án Helenu sem meiddist í síðasta leik og verður frá í einhvern tíma í viðbót. Hrinurnar voru frekar ójafnar framan af en liðin skiptust á að vinna. Leikurinn endaði síðan í oddahrinu þar sem liðin ákváðu að fylgjast að og úr varð hörkuspenna en á endanum hafði KA sigur 18-16 og unnu leikinn því 3-2 (17-25, 25-17, 9-25, 25-23, 16-18)

Seinni leikurinn í Garðabænum í dag var á milli Álftanes og HK, HK hafði unnið einn leik í deildinni til þessa en Álftanes var að spila sinn fyrsta leik í Mizunodeildinni í ár.

HK-ingar voru sterkari í leiknum í dag, Álftanes veitti þeim þó meiri samkeppni í annari og þriðju hrinu en HK voru þó sterkari þegar á reyndi og unnu leikinn 0-3 (16-25, 23-25, 20-25)

Ekki er enn kominn tölfræði úr leikjum dagsins og því vitum við ekki hverjir voru stigahæstir í leikjunum.