[sam_zone id=1]

KA höfðu betur fyrir norðan

Seinni leikur kvöldsins í undanúrslitum um Íslandsmeistaratitil karla var viðureign KA og HK.

KA komu töluvert sterkari til leiks og unnu þeir fyrstu hrinu 25-19 en HK tókst illa að ná almennilegu taki á KA sem léku fantavel. KA héldu áfram góðu taki á gestunum í annarri hrinu en KA var með forustuna alla hrinuna sem endaði að lokum með sigri KA 25-21. KA hefur haft gott tak á HK í KA heimilinu undanfarin ár og virtist engin breyting ætla að verða á því í kvöld.

KA komnir í góða stöðu í leiknum og gestirnir komnir upp við vegg. Þriðja hrina fór nokkuð jöfn af stað en HK tókst hægt og rólega að ná forustu en KA tóku leikhlé í stöðunni 15-12 fyrir HK. Eftir að staðan hafði verið 12-12 þá virtust heimamenn allveg týndir en á sama tíma virtust gestirnir hafa fundið auka orku en KA tók sitt seinna leikhlé í stöðunni 13-19. Ekkert að ganga upp hjá KA en allt virtist ganga upp hjá HK sem léku á alls oddi. Þjálfari KA, André Collins skipti sjálfum sér útaf í stöðunni 13-21 og inn kom Sölvi Páll. Sölvi kom af krafti inná og skoraði sitt fyrsta stig strax í fyrstu sókn. HK kláraði hinsvegar hrinuna 25-16 og héldu sér því inní leiknum.

Fjórða hrina fór jöfn af stað og skiptu liðin með sér stigum. Eftir jafna hrinu voru það HK sem náðu loks almennilegu forskoti og voru yfir undir lok hrinu og virtist stefna í oddahrinu. KA gáfust hinsvegar ekki upp og náðu að vinna upp muninn og jafna 22-22. KA lét ekki þar við sitja og náðu loks sigri í hrinunni 25-23 eftir frábæra baráttu.

KA vinna því fyrri leik liðanna 3-1 og eru yfir í einvíginu um sæti í úrslitum. Aðeins verða spilaðir tveir leikir og fari svo að HK vinni seinni leik liðanna sem fer fram á miðvikudaginn þá verður leikinn gullhrina í stað þess að spila oddaleik.

Stigahæstur í liði KA var Miguel Mateo Castrillo með 21 stig en stigahæstur í liði HK var Mateusz Klóska með 13 stig.