[sam_zone id=1]

Jóna sigraði íslendingaslaginn í Svíþjóð

Það var boðið upp á íslendingaslag í sænsku úrvalsdeildinni í blaki um helgina, en þá mættust lið Hylte/Halmstad og Lindesberg. Jóna Guðlaug hefur síðustu ár leikið með Hylte/Halmstad á meðan Tinna Rut er á sínu fyrsta tímabili með Lindesberg.
Hlutskipti liðanna fyrir leikin höfðu verið ólík, á meðan Hylte/Halmstad sátu ósigraðar á toppi deildarinnar voru Lindesberg án sigurs í neðsta sætinu.

Það kom strax í ljós í byrjun leiks að það væri smá gæðamunur á liðunum. Hylte/Halmstad byrjaði af miklum krafti og áttu Lindesberg í stökustu vandræðum með að stoppa sterkan sóknarleik liðsins. Hylte/Halmstad unnu fyrstu hrinuna 25-13.
Lindesberg komu sterkari til leiks í næstu hrinu og ætluðu að sýna að þær gætu staðið í toppliðinu. Það gekk ágætlega framan af hrinu en þegar leið á hrinuna sýndu Hylte/Halmstad styrk sinn og sigldu hrinunni í höfn 25-16.

Lindesberg virtist svo eiga lítið eftir á tanknum fyrir síðustu hrinu leiksins þar sem Hylte/Halmstad stjórnuðu leiknum frá fyrsta stigi. Hylte/Halmstad unnu hrinunna örugglega 25-11 og þar með leikinn 3-0.

Staða liðanna breyttist lítið eftir leikinn en Hylte/Halmstad eru enn taplausar á toppnum á meðan Lindesberg eru á botninum og eru enn í leit af sínum fyrsta sigri á tímabilinu.

Bæði Jóna og Tinna voru í byrjunarliði síns liðs og léku þær báðar allan leikinn og stóðu sig með mikilli prýði. Jóna Guðlaug skoraði 4 stig en Tinna bætti um betur og skoraði 7 stig fyrir sitt lið.

Nánari upplýsingar um úrslit og stöðu liðanna má sjá hér.