[sam_zone id=1]

Jóna Guðlaug í draumaliðinu í Svíþjóð

Blak­kon­an Jóna Guðlaug Vig­fús­dótt­ir hef­ur verið val­in í draumalið sænsku úr­vals­deild­ar­inn­ar. Jóna Guðlaug leik­ur sem at­vinnu­kona með Hylte/​Halmstad í deild­inni og hef­ur átt frá­bært tíma­bil.

Jóna Guðlaug er ein af sjö leik­mönn­um sem eru vald­ar í lið árs­ins. Tveir sam­herj­ar henn­ar úr Hylte/​Halmstad voru sömu­leiðis vald­ar í liðið, þær Hanna Hel­vig, sem var val­in leikmaður tíma­bils­ins, og Dali­la-Lilly Topic.

Liði Jónu Guðlaug­ar hef­ur enda, líkt og henni sjálfri, gengið frá­bær­lega og er þegar búið að tryggja sér sænska bikar­meist­ara­titil­inn og deild­ar­meist­ara­titil­inn.

Í úr­slita­keppn­inni er Hylte/​Halmstad svo komið í undanúr­slit og freist­ar þess að tryggja sér sögu­lega þrennu. Tíma­bilið er nú þegar komið í sögu­bæk­urn­ar þar sem sig­ur­inn í sænsku bik­ar­keppn­inni markaði fyrsta skiptið sem liðið vinn­ur bikar­meist­ara­titil­inn.

Frétt fengin frá mbl.is