[sam_zone id=1]

Jóna Guðlaug á sigurbraut í Svíþjóð

Sænska úrvalsdeildin í blaki hélt sínu striki og voru þar tveir Íslendingar í eldlínunni en þær Jóna Guðlaug og Tinna Rut léku báðar með liðum sínum um helgina.

Hylte/Halmstad sem hefur byrjað tímabilið frábærlega hélt sigurhrinu sinni áfram. Þær mættu liði IKSU sem er í neðri hluta deildarinnar. Hylte/Halmstad átti ekki í miklum vandræðum í leiknum það var fljótt ljóst að gæðamunurinn á liðunum var mikill og vann Hylte/Halmstad öruggan 3-0 sigur (21-25, 15-25, 14-25).
Jóna Guðlaug er kominn aftur á sinn stað í byrjunarliðinu og hefur hún leikið síðustu leiki liðsins. Hún stóð sig vel í leiknum og skoraði 6 stig.

Tinnar Rut og félagar í Lindesberg eru hinsvegar á hinum enda töflunnar og hafa enn ekki unnið leik í deildinni í vetur. Þær spiluðu um helgina við Falköping. Leikurinn var jafn og spennandi mestan hluta leiksins en Falköping voru ávallt skrefinu á undan. Þær unnu svo leikinn 3-1 (25-23, 25-11, 23-25, 25-18).
Tinna Rut var að vanda í byrjunarliði Lindesberg og skoraði fjögur stig í leiknum.

Nánari upplýsingar um úrslit og tölfræði má finna hér.