[sam_zone id=1]

Jesus Montero til Aftureldingar

Blakdeild Aftureldingar hefur samið við Jesus Montero Romero fyrir næsta leiktímabil í Mizunodeild karla.

Hinn spænski Jesus Montero Romero lék með liði Þróttar Neskaupstað á síðasta tímabili og varð deildarmeistari með liðinu. Þá var hann valinn í lið ársins í kosningu á vegum BLÍ. Jesus kemur í stað Quentin Moore sem heldur til Þýskalands eftir eitt ár með liði Aftureldingar.

Breytingar urðu í þjálfaramálum hjá karlaliði Aftureldingar fyrr í sumar þegar að Borja Gonzalez Vicente tók við þjálfun liðsins af Piotr Kempisty. Ana Maria Vidal verður Borja innan handar við þjálfun liðsins.