[sam_zone id=1]

Íslensku liðin í Rovaniemi

Ísland tekur þátt í NEVZA í flokki U-19 og fer mótið fram í Finnlandi þessa helgina.

Leikið verður í jólabænum Rovaniemi í Finnlandi en íslenski hópurinn lagði á sig sólarhring á ferðalagi til að komast á keppnisstað. Ferðalaginu er lýst betur í frétt BLÍ en bæði kvenna- og karlaliðin mættu á staðinn á fimmtudagsmorgun. Mótið sjálft hefst svo eldsnemma í fyrramálið en bæði lið eiga leiki snemma dags.

Drengirnir mæta Svíþjóð klukkan 6:15 á íslenskum tíma en stúlkurnar mæta Finnlandi klukkan 8:15 á íslenskum tíma. Upplýsingar um streymi má finna í fyrrnefndri frétt Blaksambandsins. Dagskrá mótsins má sjá með því að smella hér en fyrstu leikir fara fram á morgun og leikið verður til úrslita á sunnudag. Þá má nálgast upplýsingar um liðsskipan drengja- og stúlknaliðsins, sem og aðra aðila í íslenska hópnum, með því að smella hér.