[sam_zone id=1]

Íslensku liðin á ferð og flugi um Evrópu

Nóg er um að vera hjá íslensku landsliðinum í strandblaki þessa dagana. Stelpurnar okkar eru að ferðast um alla Evrópu og æfa og keppa á fullu.

Einarsdóttir/Jónsdóttir

Berglind og Elísabet spiluðu í Belgíu um síðustu helgi og eru þær núna mættar til Búlgaríu. Þær verða í Búlgaríu næstu þrjár vikurnar þar sem þær munu æfa á fullu og taka þátt í tveimur mótum í World Tour mótaröðinni. Stelpurnar eru í Main Draw í báðum mótunum sem þýðir að þær þurfa ekki að spila leik til að komast inn á mótið og munu því spila að minnsta kosti fjóra leiki.

Vigfúsdóttir/Grétarsdóttir

Thelma og Jóna hafa verið að spila í ítölsku mótaröðinni síðustu mánuði. Þær hafa þó verið í stuttri pásu frá Ítalíu og eru ekki vissar með framhaldið á Ítalíu. Þær munu spila saman í sænsku mótaröðinni um helgina og eftir helgi munu þær mæta til Búlgaríu til Elísabetar og Berglindar þar sem þær munu æfa saman í viku. Thelma og Jóna eru á biðlistum til að komast inn í World Tour keppnir og mun það koma í ljós á næstu vikum hvar þær munu spila.

Hægt er að fylgjast með íslensku landsliðunum hér:

Einarsdóttir/Jónsdóttir

Vigfúsdóttir/Grétarsdóttir