[sam_zone id=1]

Íslandsmótinu í strandblaki lokið

Keppnistímabilinu í strandblakinu lauk í dag þegar leikið var til úrslita á Íslandsmótinu.

Íslandsmótið í strandblaki árið 2021 var haldið í Fagralundi en aðstaðan þar var uppfærð fyrir mótið. Fjórir vellir eru nú á svæðinu og því var sá möguleiki fyrir hendi að halda mótið á einu og sama svæðinu. Mótið hófst á fimmtudag og var leikið fram á sunnudag. Karladeildirnar voru tvær en kvennamegin var leikið í fimm deildum. Þá var leikið í unglingaflokki.

Íslandsmeistarar karla árið 2021 eru Miguel Mateo Castrillo og Oscar Fernández Celis en þeir unnu Piotr Kempisty og Mateusz Blic í úrslitaleik. Kvennamegin unnu Thelma Dögg Grétarsdóttir og Hjördís Eiríksdóttir þær Matthildi Einarsdóttur og Söru Ósk Stefánsdóttur í úrslitum og tryggðu sér titilinn.

Í 2. deild karla voru það Draupnir Jarl Kristjánsson og Sölvi Páll Sigurpálsson sem unnu til gullverðlauna og í 2. deild kvenna unnu Daníela Grétarsdóttir og Rut Ragnarsdóttir. Valdís Kapitola Þorvarðardóttir og Tinna Rut Þórarinsdóttir náðu í gullið í 3. deild kvenna.

Þórdís Ólafsdóttir og Aureja Zelvyte unnu 4. deild kvenna og í 5. deild kvenna stóðu Sara Stefánsdóttir og Birna Ágústa Sævarsdóttir uppi sem sigurvegarar. Í stúlknaflokki urðu þær Auður Pétursdóttir og Ísold Vera Viðarsdóttir Íslandsmeistarar en í drengjaflokki voru það Sigurður Kári og Jökull Jóhannson.

Piotr Kempisty var stigameistari þetta sumarið en hann vann þrjú af fimm mótum sumarsins. Kvennamegin voru Sara Ósk Stefánsdóttir og Matthildur Einarsdóttir stigameistarar.

Frekari upplýsingar um Íslandsmótið, stigastöðu og margt fleira má nálgast með því að smella hér.

Mynd : Karl Sigurðsson