[sam_zone id=1]

Íslandsmótið í strandblaki fer fram um helgina

Íslandsmótið í strandblaki fer fram nú um helgina og er leikið á þremur stöðum á höfuðborgarsvæðinu.

Veillirnir í Laugardalslaug eru glæsilegir

Blakdeild HK heldur Íslandsmótið í strandblaki 2020 en spilað er á þremur keppnissvæðum á alls sex völlum. Leikið er í Fagralundi, Laugardalslaug og Árbæjarlaug og eru deildirnar alls sex talsins. Kvennamegin taka 34 lið þátt í fjórum deildum en karlamegin eru liðin 19 og deildirnar tvær. Hægt er að fylgjast með úrslitum á stigakerfi.net en áhorfendur eru því miður ekki leyfðir á mótinu að þessu sinni.

Leikið verður á öllum þremur keppnissvæðunum á morgun þegar leikið verður um sæti í öllum deildum. Í dag, laugardag, var streymt frá leikjum í Laugardalnum og gæti því verið mögulegt að fylgjast með einhverjum leikjum þrátt fyrir áhorfendabannið.