[sam_zone id=1]

Ísland tapaði gegn Færeyjum

Íslensku stelpurnar töpuðu núna rétt í þessu gegn því færeyska í síðasta leik sínum í riðlinum og enda því í neðsta sæti riðilsins.

Ísland byrjaði leikinn af miklum krafti og voru mun ákveðnari í byrjun leiks, það skilaði sér svo sannarlega því íslenska liðið vann fyrstu hrinuna 25-17.
Leikurinn jafnaðist aðeins eftir þetta og komust Færeyjar betur inn í leikinn eftir því sem á leið. Önnur hrinan var hörkuskemmtun þar sem liðin börðust allt til enda. Að lokum voru það þó þær færeysku sem voru betri á lokasprettinum og unnu hrinuna með minnsta mun 25-23
Eitthvað virtist þetta slá íslenska liðið út af laginu í næstu tveimur hrinum móttakan datt niður hjá liðinu og liðið komst ekki almennilega í gang við leikinn í næstu tveimur hrinum. Þriðja hrinan endaði 25-18 og sú fjórða 25-22 en íslensku stelpurnar börðust hetjulega í lokinn eftir að vera lentar vel undir um miðja hrinu. Það var þó ekki nóg og sigruðu Færeyjar leikinn að lokum 3-1.

Leikur þessi hefur lítið að segja um framhaldið á mótinu þar sem þessi tvö lið mætast aftur á morgun í leik um hvort liðið spilar um bronsverðlaun á mótinu. Það er því enn að nógu að keppa hjá stelpunum okkar og mæta þær tvíelfdar til leiks á morgun.
Leikurinn hefst klukkan 9:00 á finnskum tíma eða 7:00 á íslenskum tíma og því þarf blakáhugafólk að vakna snemma til að styðja stelpurnar okkar.