[sam_zone id=1]

Ísland í 4. og 5. sæti á NEVZA

Íslensku U-17 liðin luku í dag keppni á Norðurlandamótinu í Danmörku.

Stelpurnar léku um 5.-7. sæti eftir tap gegn Englandi og mætti þar liðum Grænlands og Noregs. Fyrri leikur þeirra var gegn Grænlendingum og þar náðu stelpurnar í góðan 3-0 sigur í spennandi leik. Seinni leikurinn var gegn Noregi og þar vann íslenska liðið 3-2. Stelpurnar náðu þar með í 5. sæti mótsins af 7 liðum.

Strákarnir léku um 3. sætið gegn Danmörku en liðin höfðu mæst áður í mótinu þar sem að Danmörk vann 3-1 sigur. Í þetta skiptið vann Danmörk nokkuð öruggan 3-0 sigur og strákarnir enda því í 4. sæti mótsins.

Bæði lið stóðu sig með prýði og og mega vera stolt af frammistöðu sinni á mótinu. Ljóst er að framtíðin er björt og fer þessi keppni og upplifun í reynslubankann hjá krökkunum. Hópurinn kemur aftur til Íslands á morgun, föstudag.

Nú tekur við Norðurlandamót U-19 en það fer fram í Finnlandi. U-19 liðin leggja af stað næstkomandi miðvikudagsmorgun og verður fróðlegt að sjá hvort þau geti fylgt eftir flottum árangri U-17 liðanna.