[sam_zone id=1]

Ingólfur Hilmar Guðjónsson hættir með Þrótt Reykjavík

Blakdeild Þróttar Reykjavíkur gaf út eftirfarandi tilkynningu á facebook síðu félagsins í dag.

“Stjórn blakdeildar Þróttar og Ingólfur Hilmar Guðjónsson hafa í mikilli sátt tekið þá ákvörðun að Ingólfur verði ekki þjálfari hjá félaginu næsta vetur. Ingólfur hefur síðustu þrjú ár þjálfað bæði bæði meistaraflokk kvenna og yngri flokka af miklum metnaði og elju og með góðum árangri. Við hjá blakdeild Þróttar þökkum Ingólfi kærlega fyrir gott samstarf og óskum honum velfarnaðar í sínum störfum.

Við hjá félaginu höfum verk að vinna að finna þjálfara til að fylla í það skarð sem Ingólfur skilur eftir sig og horfum Þróttmikil til þess verkefnis.”