[sam_zone id=1]

Hylte/Halmstad komnar í undanúrslit í Svíþjóð

Hylte/Halmstad eru komnar í undanúrslit í sænsku úrslitakeppninni eftir sigur á Gislaved í 8-liða úrslitum.

Hylte/Halmstad hófu leik í úrslitakeppninni í Svíþjóð í síðustu viku en liðið lék þá tvo leiki við Gislaved. Fyrri leikur liðanna fór fram á heimavelli Gislaved en Hylte/Halmstad voru mun sterkari í þeim leik. Gislaved stóð þó aðeins í liðinu í 1 og 3 hrinu leiksins en Hylte/Halmstad vann þó öruggan 3-0 sigur (17-25, 11-25, 17-25).

Jóna Guðlaug lék allan leikinn í liði Hylte/Halmstad en hún stóð sig vel í leiknum og skoraði meðal annars 5 stig fyrir liðið.

Annar leikur liðanna fór fram á heimavelli Hylte/Halmstad og þurfti liðið einn sigur í viðbót til  að tryggja sig í undanúrslit. Lið Hylte/Halmstad kom ákveðið til leiks og virtust staðráðnar í að tryggja sætið í undanúrslitum hratt og örugglega. Þær hreinlega völtuðu yfir gestina og unnu mjög öruggan 3-0 sigur (25-10, 25-13, 25-9). Liðið tryggði sér þar með sæti í undanúrslitum þar sem liðið mætir annaðhvort Örebro eða Lund.

Jóna Guðlaug var aftur í byrjunarliði Hylte/Halmstad og gerði hún enn betur í þessum leik og skoraði 9 stig.

Nánari tölfræði úr leikjunum má finna hér.