[sam_zone id=1]

Hylte/Halmstad í þriðja sæti í Svíþjóð

Hylte/Halmstad spilaði í gær í annað sinn við lið Lindesberg um þriðja sætið í Svíþjóð en þessi lið höfðu bæði tapað í undanúrslitum. Hylte/Halmstad vann fyrri leik liðanna á sínum heimavelli 3-2 og þurfti því einungis sigur til að tryggja sér bronsið.

Leikurinn byrjaði þó brösulega hjá liðinu því Lindesberg ætluðu greinilega ekki að gefa neitt eftir á heimavelli sínum. Þær byrjuðu leikinna af miklum krafti og gestirnir greinilega ekki tilbúnir í leikinn. Lindesberg vann fyrstu hrinuna nokkuð örugglega 25-17.

Hylte/Halmstad voru komnar betur inn í leikinn í næstu hrinu og þær náðu aðeins að komast betur inn í leikinn og hægja á heimastúlkum. Leikurinn var þó í járnum og ljóst að hvorugt liðið ætlaði að gefa neitt eftir. Eftir jafna hrinu var það þó Hylte/Halmstad sem voru sterkari og unnu hrinuna 25-23.

Þriðja hrinan var keimlík þeirri annari þar sem bæði lið gáfu allt í leikinn og sáust frábær tilþrif í þessari hrinu. Hrinan var hnífjöfn og þurfti upphækkun til að skera úr um sigurvegara, þar voru það Hylte/Halmstad sem aftur voru sterkari og unnu 26-24.

Lindesberg missti aðeins móðinn eftir að hafa tapað þessum tveimur jöfnu hrinum. Hylte/Halmstad gengu á lagið og tóku völdin í hrinunni. Lindesberg átti lítið eftir og vann Hylte/Halmstad hrinuna nokkuð örugglega 25-18 og þar með leikinn 3-1.

Hylte/Halmstad tryggði sér þar með bronsið í Svíþjóð og óskum við þeim innilega til hamingju með það.

Jóna Guðlaug var að vanda í byrjunarliði Hylte/Halmstad og var hún stigahæst í sínu liði ásamt Stinu Rix en þeir skoruðu báðar 16 stig.

Nánari tölfræði úr leiknum má sjá hér.