[sam_zone id=1]

Hristiyan gengur til liðs við HK

Það styttist óðum í að blaktímabilið fari af stað fyrir alvöru og liðin eru flest, ef ekki öll, orðin fullmönnuð.

Karlalið HK hefur samið við Hristiyan Dimitrov um að leika með liðinu þetta tímabilið en Hristiyan lék síðast með liði Dobrudja Dobrich í efstu deild Búlgaríu. Hristiyan hefur áður leikið með KA hér á Íslandi en hélt yfir á meginlandið árið 2017 og lék þá með Haching í Þýskalandi. Þá kom hann einnig við í Belgíu þar sem hann lék með Gent.

Hristiyan leikur sem díó og kemur til með að styrkja sóknarleik HK gífurlega. HK var í toppbaráttunni á síðasta tímabili og þessi viðbót við hópinn ætti að hjálpa liðinu að berjast við þrefalda meistara Hamars.