[sam_zone id=1]

Hristiyan Dimitrov semur við Dobrudja 07 Dobrich

Hristyan Dimitrov, fyrrverandi leikmaður karlaliðs KA hefur samið við búlgarska liðið Dobrudja 07 Dobrich fyrir tímabilið 2020-2021.

Liðið hefur verið með þeim sterkari í efstu deildinni í Búlgaríu, SuperLiga, undanfarin ár og hefur leikið bæði í Champions League og CEV Cup. Þeir urðu búlgarskir meistarar 2015-2016 og bikarmeistarar 2015 og 2017.

Hristiyan hefur leikið sem atvinnumaður í nokkur ár, annars vegar í Haching í annarri deildinni í Þýskalandi og hins vegar í  Gent í efstu deildinni í Belgíu. Hann er sjálfur frá Búlgaríu og verður því eflaust skemmtilegt fyrir hann að reyna fyrir sér í heimalandinu.