[sam_zone id=1]

HK sigraði Aftureldingu í úrvalsdeild karla

Það var einn leikur á dagskrá í úrvalsdeild karla í kvöld en þá áttust við HK og Afturelding. Bæði lið höfðu byrjað tímabilið nokkuð vel en HK hafði unnið alla sína leiki á meðan Afturelding sat í fjórða sætinu með tvo tapleiki og tvo sigurleiki.

HK byrjaði leikinn vel og komust strax í forystu í leiknum Afturelding reyndu eins og þeir gátu að halda í við heimamenn en HK voru sterkari og unnu fyrstu hrinu 25-17. Önnur hrinan var keimlík þeirri fyrstu þar sem HK var með yfirhöndina alla hrinuna. Afturelding héldu þó betur í við heimamenn en allt kom fyrir ekki og HK sigraði aftur nú 25-19.

Þriðja hrinan var jöfn til að byrja með og virtust Afturelding ætla að gefa HK leik í hrinunni. HK tók þó kipp um miðja hrinuna og sleit sig frá gestunum. Þá var allt gas búið hjá gestunum og sigldi HK sigrinum þægilega heim 25-14 og sigraði leikinn þar með 3-0.

Afturelding skartaði nýjum leikmanni en Nicolas Tosseli fór frá liðinu í síðustu viku og hélt til Ítalíu að spila. Í hans stað var kominn Dorian Poinc og þreytti hann frumraun sýna með liðinu í kvöld.

Stigahæstir í kvöld voru Hristiyan Dimitrov hjá HK með 23 stig en hjá Aftureldingu voru það Sigþór Helgason og Þórarinn Örn sem skoruðu 9 stig hvor.

Staða liðanna breyttist lítið við þessi úrslit en HK heldur efsta sætinu á meðan Afturelding sitja enþá í fjórða sæti eftir 5 leiki.