[sam_zone id=1]

HK með sigur í hörkuleik í kvöld

HK og Álftanes mættust í fyrsta leik úrvalsdeildar kvenna í kvöld og var þar mikil spenna. Fyrir leikinn bjuggust flestir við þægilegum sigri HK enda þeim spáð mun betra gengi í vetur. Annað kom þó á daginn og úr varð hörkuleikur.

HK byrjaði leikinn vel og virtist vera einhver skjálfti í liði Álftanes, þær virtust ekki alveg vera búnar að spila sig saman í þessari fyrstu hrinu, HK vann hrinuna nokkuð örugglega 25-17.
Álftanes tók þó við sér eftir þetta og unnu þær næstu tvær hrinur báðar 25-20 og voru því komnar í góða stöðu í leiknum.
HK gafst þó ekki upp og unnu þær fjórðu hrinuna eftir mikla baráttu 25-21 og tryggðu sér oddahrinu.
Oddahrinan var æsispennandi og ljóst að bæði lið ætluðu að gefa allt sitt til að vinna. HK voru þó sterkari að lokum í oddahrinunni og unnu þær hana 15-10 og leikinn þar með 3-2.

Stigahæst í leiknum var Michelle Traini hjá Álftanes en hún skoraði 21 stig, fyrir HK var það Líney sem var stigahæst með 17 stig.

Leikurinn í kvöld var hörkuskemmtun og er klárt að þetta verður jafnt og spennandi tímabil sem er framundan.