[sam_zone id=1]

HK með sigur gegn KA í æsispennandi leik

Í kvöld mættust KA og HK í Mizunodeild kvenna í Íþróttahúsinu á Akureyri. Leikurinn var jafn og spennandi allan tíman en HK fór með 1-3 sigur í leiknum.

HK vann fyrstu hrinuna 25-27 en KA tók aðra hrinu 25-20. HK vann síðan þriðju hrinuna 22-25. Fjórða hrina fór spennandi af stað en í stöðunni 2-3 slasaðist Helena Kristín Gunnarsdóttir, leikmaður KA, illa og við það hrundi KA liðið. HK valtaði því yfir heimakonurnar í fjórðu hrinunni og var staðan 5-15 og 11-22. KA náði aðeins að klóra í bakkann undir lok hrinunnar en það dugði ekki til og unnu HK því leikinn 17-25.

Ekki er komin inn tölfræði úr leiknum en fréttin verður uppfærð þegar tölfræðin kemur inn.