[sam_zone id=1]

HK komnir í undanúrslit

HK varð í kvöld annað liðið til að komast í undanúrslit í Kjörís bikar karla. Þeir mættu Þrótti Vogum og unnu öruggan 3-0 sigur.

Fyrirfram var búist við þægilegum sigri heimamanna en þeir sitja í öðru sæti í deildinni á meðan Þróttarar verma botnsætið og eiga enn eftir að vinna leik í vetur. HK byrjuðu vel í fyrstu hrinu og tóku fljótt frumkvæðið en Þróttarar voru aldrei langt undan. Þeir náðu samt HK aldrei og unnu þeir að lokum sigur 25-20.
HK byrjuðu einnig betur í annari hrinunni og komust fljótt í þægilegt forskot sem að þeir létu aldrei af hendi og unnu að lokum öruggan sigur 25-15. Sömu sögu var að segja í þriðju hrinunni en HK voru einfaldlega einu númeri of stórir fyrir Þróttara í þessum leik. Þeir sýndu það í þessari hrinu en þeir gáfu Þrótturum engan möguleika á að komast aftur inní leikinn og unnu síðustu hrinuna 25-17 og þar með leikinn 3-0.
Stigahæstir voru: Mateusz Kloska með 13 stig fyrir HK en Damian Moszyk gerði 6 stig fyrir gestina.

HK er því annað liðið sem að tryggir sig inní undanúrslitin en þeir eru komnir þangað ásamt Hamarsmönnum.