[sam_zone id=1]

Hamar vann í Neskaupstað

Einn leikur fór fram í úrvalsdeild karla í dag en þar mættust lið Hamars og Þróttar Fjarðabyggð.

Hamar er enn á toppi deildarinnar með fullt hús stiga en Þróttur F var fyrir leik með 13 af 15 mögulegum stigum. Það var því búist við hörkuleik á heimavelli Þróttara. Fyrsta hrinan var æsispennandi og vann Hamar nauman 26-24 sigur þar eftir mikla spennu.

Í annarri hrinu leiksins var Hamar skrefinu á undan en stakk þó aldrei af. Hamar vann 22-25 og hélt svo uppteknum hætti í þriðju hrinunni. Hana unnu Hvergerðingar 19-25 og leikinn þar með 0-3. Þeir eru því enn með fullt hús stiga á toppi deildarinnar.

Tomek Leik var stigahæstur hjá Hamri með 15 stig og næstur kom Hafsteinn Valdimarsson með 12 stig. Hjá Þrótti skoruðu Jaime Monterroso Vargas og Andri Snær Sigurjónsson 9 stig hvor.

Þróttur F er enn með 13 stig í 4. sæti deildarinnar og hafa nú spilað sex leiki.

Mynd: Sigga Þrúða