[sam_zone id=1]

Hamar styrkir lið sitt enn frekar

Blakdeild Hamars tilkynnti í dag að deildin hafi samið við tvo íslenska leikmenn um að leika með liðinu á komandi tímabili.

Þeir Ragnar Ingi Axelsson og Ágúst Máni Hafþórsson hafa skrifað undir samning við Hamar í Hveragerði.

Ragnar Ingi Axelsson er vel þekktur í blakheiminum á Íslandi og víðar sem frelsingi með A -landsliði Íslands.

Ragnar er 24 ára, fæddur og uppalinn í Neskaupstað. Hann hóf að æfa blak 8 ára og hefur spilað með U17 og U19 landsliðum. Eftir komu hans suður fór hann að spila með liði Álftaness og var valinn frelsingi ársins Mizunodeildarinnar 2018/2019. Ragnar spilaði sinn fyrsta A-landsleik 2015. Radoslaw Rybak, þjálfari  Hamars er ánægður með að fá Ragnar í liðið sitt og segir:  „Það er mikilvægt að vera með góða móttöku og sterka vörn í blaki og það mjög mikill fengur fyrir Hamar að fá Ragnar inn í okkar raðir.“

Sama má segja um Ágúst Mána Hafþórsson sem undirritaði leikmannasamning við Blakdeild Hamars sama dag og Ragnar. Hann er ungur og efnilegur leikmaður, fyrrum leikmaður HK og seinna Álftanesi. Hann á að baki Íslandsmeistaratitla og hefur m.a. verið í unglingalandsliðinu.

Það er ljóst að Hamar er að bæta við sig fullt af ungum og efnilegum leikmönnum og verður spennandi að fylgjast með hverja Hamarsmenn munu kynna til leiks á næstu dögum.

Frétt og myndir fengin af heimasíðu Hamars.