[sam_zone id=1]

Hamar semur við annan pólskan leikmann

Blakdeild Hamars hefur samið við hinn pólska Jakub Madeij um að leika með karlaliði félagsins á komandi tímabili.

Hamar samdi nýverið við Damian Sapór, pólskan uppspilara, og bætir nú við sig öðrum pólskum leikmanni. Jakub er rúmlega tvítugur og hefur leikið í Póllandi og Þýskalandi. Hann er sterkur varnarlega og kemur til með að hjálpa liðinu gríðarlega í vörn og móttöku.

Móttaka og uppspil liðsins virðist nú vera í góðum höndum en tvíburarnir Kristján og Hafsteinn Valdimarssynir gengu einnig til liðs við Hamar í vor. Þeir munu þá gefa liðinu mikinn kraft í sókn og hávörn. Þessir tveir leikmenn gætu því orðið mikill fengur fyrir Hamarsmenn sem ætla sér stóra hluti á sína fyrsta tímabili í efstu deild.