[sam_zone id=1]

Hamar með lið í efstu deild karla

Karlalið Hamars frá Hveragerði mun taka þátt í efstu deild karla í vetur en félagið var að semja við tvo leikmenn og þjálfara.

Þeir Hafsteinn og Kristján Valdimarssynir hafa samið við lið Hamars um að spila með liðinu í vetur en báðir eru þeir að koma heim eftir langa dvöl erlendis. Kristján kemur frá Tromso í Noregi og Hafsteinn frá Calais í Frakklandi. Kristján og Hafsteinn hafa leikið sitthvora 77 landsleikina fyrir A landslið Íslands en þeir hófu sinn blakferil með KA á unglingsaldri.

Þá hefur Hamar samið við Radoslaw Rybak um að þjálfa liðið en Rybak kemur frá Póllandi og á hann langan og glæstan feril í sínu heimalandi.

Það er því nokkuð ljóst að lið Hamars ætlar sér stóra hluti í vetur en allt lítur út fyrir mikla fjölgun liða í efstu deild karla næsta vetur.