[sam_zone id=1]

Hamar heldur áfram að styrkja sig fyrir komandi tímabil

Eins og áður hefur komið fram á síðu blakfrétta var Hamar búið að semja við Ragnar Inga Axelsson og þá Hafstein og Kristján Valdimarssyni fyrir komandi leiktímabil.

Nú er orðið ljóst að félagið heldur öllum lykilleikmönnum liðsins frá síðasta leiktímabili en þeir Jakub Madej, Damian Sapor og Wiktor Mielczarek hafa allir skrifað undir við félagið. Einnig mun Radoslaw Rybak áfram þjálfa og leika með liðinu.

Hamar vann á síðasta tímabili alla titla sem í boði voru í meistaraflokki karla og lítill vilji er hjá leikmönnum og forsvarsmönnum félagsins til að skila bikurunum. Það er því ekki loku fyrir það skotið að frekari fréttir af leikmannamálum komi í náinni framtíð.

Mynd: Frá vinstri, Radoslaw, Damian, Jakub og Wiktor