[sam_zone id=1]

Hæfileikabúðir BLÍ um síðustu helgi

Hæfileikabúðir blaksambandsins voru haldnar um síðustu helgi. Búðirnar voru með aðeins öðru sniði þetta árið vegna kórónuveirunnar, einungis krakkar frá aldrinum 12-15 ára voru með að þessu sinni. Alls voru um 50 krakkar í búðunum sem heppnuðust vel þrátt fyrir takmarkanir.

Krakkarnir stóðu sig vel og höfðu gaman af en Borja og Valal voru yfirþjálfarar búðanna að þessu sinni. Það voru síðan þjálfarar frá þjálfaranámskeiði II sem hjálpuðu til við þjálfun og fengu einnig dýrmæta reynslu eins og krakkarnir. sem skemmtu sér vel og stóðu sig frábærlega í búðunum.