[sam_zone id=1]

Haching vann í oddahrinu

Hristiyan Dimitrov og lið hans, AlpenVolleys Haching II fengu TV/DJK Hammelburg í heimsókn í þýsku annarri deildinni suður í dag.

Liðin höfðu mæst einu sinni áður í vetur og unnu Hammelburg þann leik 2-3 svo það mátti búast við spennandi leik í dag.

Sú varð raunin þar sem leikurinn í dag var ekki síður spennandi en sá fyrri. Honum lauk einnig 3-2, en í þetta skiptið fyrir Haching. Hrinurnar fóru 21-25, 25-21, 25-21, 19-25 og 15-12.

Haching er nú í 8.-10. sæti deildarinnar með 21 stig eftir 14 leiki en með góðum úrslitum í næstu leikjum gætu þeir færst töluvert ofar þar sem þeir hafa leikið 1-4 færri leiki en öll hin liðin í deildinni.