[sam_zone id=1]

Gonzalo þjálfar í Neskaupstað

Blakdeild Þróttar Neskaupstað hefur gengið frá ráðningu á þjálfara meistaraflokka félagsins.

Gonzalo Garcia Rodriguez þjálfaði lið BF á Siglufirði á síðasta tímabili en færir sig nú yfir í Neskaupstað. Gonzalo kemur frá Almería á Spáni og hefur þjálfað í heimalandinu sem og í Perú. Þar kemur hann til með að þjálfa bæði meistaraflokk karla og kvenna, sem og koma að þjálfun yngri flokka félagsins.

Hann kemur til með að þjálfa bæði meistaraflokk karla og kvenna, sem og koma að þjálfun yngri flokka félagsins. Þróttur teflir oft fram fjölda ungra leikmanna í Mizunodeildinni og verður því spennandi að sjá framfarir liðanna í vetur.