[sam_zone id=1]

Gígja er íþróttakona KA árið 2020

Gígja Guðnadóttir, fyrirliði kvennaliðs KA, er íþróttakona KA árið 2020.

Gígja er miðjumaður og fyrirliði liðs KA en liðið varð deildarmeistari í Mizunodeild kvenna vorið 2020. Gígja lék í 55 af þeim 59 hrinum sem KA spilaði á tímabilinu og var í 3. sæti deildarinnar yfir flestar hávarnir. Gígja og stöllur í liði KA tryggðu sér þar með deildarmeistaratitilinn annað árið í röð.

Gígja tók þátt í eina landsliðsverkefni ársins 2020 þegar landslið Íslands léku á Novotel Cup. Kvennaliðið vann góðan sigur gegn Skotlandi og lauk keppni í 3. sæti.

Miguel Mateo Castrillo, leikmaður karlaliðs KA, var tilnefndur til íþróttakarls KA og hlaut næstflest atkvæði í kjörinu.

Blakfréttir óska Gígju innilega til hamingju með viðurkenninguna.

Mynd fengin af heimasíðu KA.