[sam_zone id=1]

Galdur Máni til Marienlyst

Galdur Máni Davíðsson gengur til liðs við danska liðið BK Marienlyst í haust.

Galdur Máni hefur leikið með Þrótti Neskaupstað hér á landi og náð góðum árangri. Liðið náði í sinn fyrsta deildarmeistaratitil í karlaflokki í vor og var Galdur valinn í Mizunolið ársins, bæði hjá BLÍ og Blakfréttum. Þá var hann valinn blakmaður ársins hjá Þrótti Nes. Galdur tók einnig þátt í landsliðsverkefni Íslands á árinu 2020 þar sem hann fór með karlalandsliðinu til Lúxemborgar.

Galdur gengur til liðs við danska liðið BK Marienlyst í haust og leikur með þeim tímabilið 2020/21. Liðið lauk keppni í 4. sæti dönsku deildarinnar í vor og náði í silfur í bikarkeppninni. Ævarr Freyr Birgisson leikur með liðinu og þá hafa þó nokkrir Íslendingar leikið með liðinu í gegnum tíðina. Blakfréttir óska Galdri góðs gengis og fagna fjölgun íslenskra blakara erlendis.