[sam_zone id=1]

Fyrsti sigur tímabilsins hjá Tinnu Rut og Jóna áfram á sigurbraut

Sænska úrvalsdeildin er farinn aftur af stað eftir jólafrí og hafa íslensku stelpurnar okkar þegar leikið tvo leiki hvor á nýju ári.

Í fyrsta leik liðanna á árinu mættust einmitt Hylte/Halmstad og Lindesberg og eins og í fyrri leik þessara liða var það Hylte/Halmstad sem fór með öruggan 3-0 sigur af hólmi 17-25, 13-25, 16-25.
Jóna Guðlaug lék allan leikinn með Hylte/Halmstad og skoraði 6 stig í leiknum en Tinna Rut kom ekki við sögu í leiknum.

Liðin léku síðan aftur um helgina. Fyrst voru það Hylte/Halmstad sem tóku á móti IKSU, sá leikur reyndist mjög einfaldur fyrir Hylte/Halmstad sem unnu aftur 3-0 (25-11, 25-13, 25-9).
Jóna Guðlaug lék allan leikinn hjá Hylte/Halmstad og skoraði hún 5 stig í leiknum en var einnig valinn maður leiksins.

Lindesberg lék síðan gegn liði Lund, fyrir leikinn hafði Lindesberg ekki unnið sigur í deildinni og voru því enn að bíða eftir sínum fyrsta sigri. Sá sigur kom um helgina en liðið sýndi frábæra baráttu og sigraði Lund 3-2 (23-25, 25-20, 25-20, 26-28, 15-13).
Tinna Rut sat aftur á bekknum í þessum leik og kom ekkert við sögu.

Hylte/Halmstad eru sem fyrr á toppi deildarinnar og hafa unnið alla sína leiki. Það sem meira er hafa þær enn ekki tapað hrinu í deildinni og eru með hrinuhlutfallið 39-0.
Lindesberg eru enn á botni deildarinnar en eru komnar á blað núna með 2 stig.

Nánar um tölfræði og stöðu í deildinni má sjá hér.