[sam_zone id=1]

Fyrsta stigamóti sumarsins lokið

Fyrsta stigamóti strandblakssumarsins lauk í dag með úrslitaleikjum í 1. deild.

Alls voru 82 lið skráð til leiks á fyrsta stigamót sumarsins sem haldið var á þremur keppnisstöðum. Fóru leikirnir fram í Laugardal, Fagralundi og Garðabæ og hófst keppni á fimmtudagskvöld. Leikið var í fjórum deildum í karlaflokki en fimm í kvennaflokki og var því nóg um að vera alla helgina.

Leikir í efstu deild karla og kvenna fóru fram í Laugardalnum og réðust úrslitin seinnipart sunnudags. Í efstu deild karla fóru Piotr Kempisty og Mateusz Blic með sigur af hólmi en þeir unnu Emil Gunnarsson og Eirík Eiríksson í úrslitaleik. Þá sigruðu Hafsteinn Valdimarsson og Sigþór Helgason þá Janis Novikovs og Benedikt Tryggvason og tryggðu sér 3. sæti á mótinu.

Efstu þrjú lið 1. deildar karla

Kvennamegin voru það Matthildur Einarsdóttir og Sara Ósk Stefánsdóttir sem unnu mótið en Sladjana Smiljanic og Hólmfríður Indriðadóttir voru í 2. sæti. Guðrún Sveinsdóttir og Daníela Grétarsdóttir náðu 3. sætinu með sigri á Perlu Ingólfsdóttur og Ragnheiði Eiríksdóttur í lokaleik sínum.

Önnur úrslit sem og helstu upplýsingar um mótið má finna á heimasíðu Strandblaksnefndar BLÍ.