[sam_zone id=1]

Fylkir með lið í Mizunodeild karla í vetur

Blakdeild Fylkis mun tefla fram liði í úrvalsdeild karla á næsta tímabili.

Þjáfari liðsins er Brynjar Pétursson sem hefur langa reynslu í blaki bæði sem þjálfari og leikmaður. En félagið sendi frá sér tilkynningu á heimasíðu félagsins fyrr í dag.

Fylkir lék í 1.deild á síðasta tímabili en liðið endaði efst þeirra liða sem ekki var að tefla fram B liði, Fylkir var með 11 stiga forustu á lið Hamars en eins og kunnugt er þá var ekki hægt að leika úrslitakeppni 1.deildar vegna Covid 19.

Tveir ungir og efnilegir leikmenn hafa gengið til liðs við Fylki, þeir Eduard Constantin Bors frá Aftureldingu og Atli Fannar Pétursson frá Þrótti Nes.