[sam_zone id=1]

Frestun mótahalds – æfingabann framlengt á höfuðborgarsvæðinu!

Blaksamband Íslands gaf það út í morgun að öllu mótahaldi yrði frestað áfram inní nóvember, það er óljóst hvenar keppni hefst en í gærkvöldi varð ljóst að félögin á höfuðborgarsvæðinu gætu ekki æft innandyra sökum æfingabanns.

Seint í gærkvöldi ákváðu sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu í samvinnu við Almannavarnarnefnd höfuðborgarsvæðisins að íþróttahús og íþróttamiðstöðvar á svæðinu verði lokað frá og með deginum í dag. Ákvörðunin verður endurskoðuð að viku liðinni og er því ljóst að æfingabann á höfuðborgarsvæðinu mun vara í viku til viðbótar hið minnsta. Fréttatilkynningu má sjá hér. Félögin á höfuðborgarsvæðinu fá því ekki að æfa innandyra með ströngum skilyrðum eins og vonast var til í gær eftir að ný reglugerð ráðherra tæki gildi en hana má sjá hér.

“Við, eins og aðrir, þurfum að flýta okkur hægt í sambandi við þennan vágest sem hrjáir okkur en áður en langt um líður sjáumst við aftur á blakvellinum.” skrifar Blaksambandið í tilkynningu sem hægt er að finna á heimasíðu sambandins www.bli.is