[sam_zone id=1]

Evrópumót kvenna – Svíþjóð áfram í 8-liða úrslit

Evrópumót kvenna hélt áfram um helgina en þá fóru fram 16-liða úrslit keppninnar. Þar var mikið um fjör og skemmtilega leiki og voru meðal annars tveir leikir sem fóru alla leið í fimm hrinur.

Svíþjóð komst áfram í 16-liða úrslitin á sínu fyrsta evrópumóti í yfir 40 ár og þær mættu heimakonum í Búlgaríu í 16-liða úrslitum. Fyrirfram var búist við auðveldum sigri Búlgaríu enda þær á heimvelli og búnar að vinna sinn riðil fyrr á mótinu. Það stefndi líka allt í öruggan sigur Búlgaríu í fyrstu hrinu en þar sáu þær sænsku ekki til sólar og sigraði Búlgaría hrinuna 25-12. Þær sænsku voru ekki á því að gefast upp og þær komu sér aftur inn í leikinn og vel það með því að vinna næstu tvær hrinur. Búlgaría kom leiknum þó í oddahrinu og allt á suðupunkti í Plovdiv.
Oddahrinan var jöfn en Búlgaría var þó með yfirhöndina í hrinunni. Það var ekki fyrr en komið var í upphækkun að Svíþjóð náði yfirhöndinni og unnu að lokum 19-17 sigur í hrinunni og tryggðu sér þar með einnig sigur í leiknum.
Sem fyrr var það Isabella Haak sem fór fyrir sínu liði og skoraði 26 stig en hún var alveg frábær í lok leiks þegar mest á reyndi og silgdi sigrinum heim fyrir Svíþjóð.

Flest annað var þó eftir bókinni þar sem öll stóru liðin unnu sína leiki. Frakkar komu þó á óvart og sigruðu lið Króatíu einnig í fimm hrinum og tryggðu sér einnig sæti í 8-liða úrslitum.

16 – liða úrslit

Holland – Þýskaland 3-1 (25-22, 23-25, 25-19, 25-23)
Stigahæstar: Anne Buijs Holland 28 stig, Louisa Lippmann Þýskaland 22 stig

Búlgaría – Svíþjóð 2-3 (25-12, 21-25, 22-25, 25-14, 17-19)
Stigahæstar: Isabella Haak Svíþjóð 26 stig, Elitsa Vasileva Búlgaría 17 stig

Króatía – Frakkland 2-3 (25-16, 21-25, 25-22, 22-25, 12-15)
Stigahæstar: Samanta Fabris Króatía 26 stig, Lucille Gicquel Frakkland 25 stig

Tyrkland – Tékkland 3-1 (25-13, 22-25, 25-14, 25-13)
Stigahæstar: Hande Baladin Tyrkland 19 stig, Gabriela Orvosova Tékkland 10 stig

Serbía – Ungverjaland 3-0 (25-20, 25-19, 25-17)
Stigahæstir: Tijana Boskovic Serbía 19 stig, Anett Nemeth Ungverjaland 14 stig

Pólland – Úkraína 3-1 (21-25, 25-21, 25-22, 25-17)
Stigahæstar: Zuzanna Efimienko-Mlotkowska Pólland 17 stig, Nadiia Kodola Úkraína 12 stig

Ítalía – Belgía 3-1 (25-14, 23-25, 25-17, 25-12)
Stigahæstar: Paola Egonu Ítalía 27 stig, Celine Van Gestel Belgía 11 stig

Rússland – Hvíta-Rússland 3-1 (27-25, 25-20, 19-25, 25-23)
Stigahæstar: Arina Fedorovtseva Rússland 20 stig, Anastasiya Harelik Hvíta-Rússland 14 stig

Liðin halda leik áfram í dag með tveimur leikjum í 8-liða úrslitum.

31.8 Svíþjóð-Holland
31.8 Tyrkland-Pólland
1.9 Ítalía-Rússland
1.9 Serbía-Frakkland

Alla leikina er hægt að sjá í gegnum heimsíðuna eurovolley.tv

Nánari upplýsingar um mótið er síðan hægt að nálgast hér.