[sam_zone id=1]

Evrópumót kvenna – Riðlakeppninn kominn vel af stað

Evrópumót kvenna er hafið og er riðlakeppnin kominn vel af stað, eins og áður hefur komið fram er leikið í fjórum mismunandi löndum og hefur það tekist vel fram að þessu. Leikirnir hafa verið góðir og mikil spenna í leikjunum og ljóst að liðin eru mætt til að gefa allt sitt í þetta.

A-riðill

Í A-riðlinum sem spilaður er í Belgrad í Serbíu hafa heimakonur byrjað mótið af miklum krafti eins og við var búist. Þær hafa unnið alla sína leiki nokkuð örugglega 3-0 og líta þær mjög vel út og eru til alls líklegar á þessu móti. Þar á eftir koma Rússland og Belgía og eiga þessi lið eftir að berjast um annað sætið í riðlinum. Frakkland og Aserbaijan eiga síðan eftir að vinna leik á þessu móti og þurfa þessi lið að fara að taka sig á ef þau ætla að eiga möguleika á fjórða sætinu í riðlinum, en það eru fjögur lið sem fara áfram úr hverjum riðli í 16 liða úrslit keppninnar.

B-riðill

B-riðillinn virðist við fyrstu sín vera alveg tvískiptur þar sem að efstu þrjú liðin skilja sig aðeins frá hinum og stefnir í hörkubaráttu þeirra á milli um efsta sæti riðilsins. Þar eru Pólland í bestu stöðunni en þær hafa unnið alla sína leiki. Heimakonur í Búlgaríu og Þýskaland koma síðan þar á eftir en hafa báðar tapað einum leik. Búlgaría á þó eftir að mæta Póllandi í síðasta leik riðilsins og getur því allt skeð enþá.
Í neðri helmingnum eru það síðan Tékkland, Spánn og Grikkland sem að berjast um fjórða sætið í riðlinum.

May be an image of 1 einstaklingur, playing volleyball og Texti þar sem stendur "CEV LEADERBOARD BY POINTS CEV EuroVo 84 75 1 Isabelle HAAK 2 Magdalena STYSIAK 3 Tijana BOŠKOVIĆ 4 Michaela MLEJNKOVA 5 I LIPPMANN Louisa 59 57 #EuroVolleyW 54"

C-riðill

Í C-riðlinum eru það heimakonur í Króatíu og lið Ítalíu sem fara best af stað og eru enþá taplaus í riðlinum. Króatía hafa unnið alla sína leiki 3-0 og verður gaman að fylgjast með framhaldinu hjá þeim hvort þær nái að halda þessu áfram. Annars er allt enþá opið í riðlinum og öll liðin eiga góða möguleika á því að fara áfram. Þó eiga Slóvakía og Hvíta-Rússland enþá eftir að sigra leik og þurfa að fara að gera það ætli þau sér áfram úr riðlinum.

D-riðill

D-riðillinn hefur verið einn skemmtilegasti riðillinn að fylgjast með hingað til á mótinu. Þó hafa Holland og Tyrkland haft nokkra yfirburði og unnið alla sína leiki og fara nokkuð örugglega áfram í 16-liða úrslitin. Þar á eftir koma síðan Svíþjóð með tvo sigra í fyrstu þremur leikjum sínum, en þær eru að spila á Evrópumóti í fyrsta sinn í yfir 40 ár. Þar er það Isabella Haak sem hefur farið á kostum en hún skoraði meðal annars 42 stig gegn Finnlandi í fyrstu umferð þar sem Svíþjóð vann granna sína 3-2. Rúmenía og Finnland eiga enn eftir að vinna leik en eiga þó enþá góða möguleika á fjórða sætinu.

Hér að neðan má síðan sjá stöðuna í riðlunum.

May be an image of Texti þar sem stendur "# POOLA 2 3 TEAM NAME SERBIA RUSSIA BELGIUM BOSNIA HERZEGOVINA PTS # 0 TEAM NAME POOL 2 GP POLAND BULGARIA GERMANY GREECE # POOLC NAME CROATIA CEV HUNGARY SWITZERLAND SLOVAKIA BELARUS 6 POOLD EuroVolley 2021 STANDINGS 23.08.2021 GP TEAM NAME THE NETHERLANDS TURKEY SWEDEN UKRAINE FINLAND ROMANIA"