[sam_zone id=1]

Evrópumót kvenna: Ítalía Evrópumeistari

Ítalía kom sá og sigraði evrópumót kvenna í blaki eftir frábæra keppni sem lauk með frábærum úrslitaleik á milli Serbíu og Ítalíu fyrir framan 20.565 áhorfendur sem er metáhorf á kvennaleik í blaki.

Fjörið byrjaði á föstudaginn þegar undanúrslitin fóru fram en þá mættust fyrst lið Serbíu og Tyrklands. Leikurinn var æsispennandi og þurfti upphækkun í fyrstu tveimur hrinunum til að skera úr um sigurvegara. Að lokum var það þó Serbía sem var sterkari á heimavelli og vann 3-1 sigur og tryggði sér þar með þriðja úrslitaleikinn í röð.
Næst var það Ítalía sem mætti Hollandi, sá leikur náði ekki sömu hæðum og fyrri leikurinn en Ítalír voru alltaf skrefinu á undan og þrátt fyrir að Holland hafi unnið eina hrinu var sigur Ítalíu aldrei í hættu í þessum leik.

Það var því Tyrkland sem mætti Hollandi í bronsleiknum og þar voru það Tyrkir sem höfðu yfirhöndina allan tímann.  Þær Hollensku náðu að halda í við Tyrkina en náðu þó aldrei að ógna þeim almennilega. Að lokum unnu Tyrkir öruggan 3-0 sigur og tryggðu sér bronsverðlaun á evrópumótinu.

Síðasti leikur mótsins var úrslitaleikurinn sjálfur en þar mættust tvö stórveldi Ítalía og Serbía, en síðustu ár hefur Serbía verið besta kvennalið evrópu og hafa unnið síðustu tvö evrópumót ásamt því að ná í verðlaun á síðustu tveimur ólympíuleikum.
Serbía byrjaði leikinn betur og unnu fyrstu hrinuna eftir upphækkun 26-24. Ítalir sóttu þá í sig veðrið og spiluðu þær betur eftir því sem leið á leikinn. Það endaði svo að þær unnu næstu þrjár hrinur og tryggðu sér þar með sinn fyrsta evróputitill síðan árið 2009 og þann þriðja í sögunni.

Undanúrslit:

Serbía – Tyrkland 3-1 (32-34, 28-26, 25-23, 25-13)
Stigahæstar: Tijana Boskovic Serbía 39 stig, Ebrar Karakurt Tyrkland 23 stig

Holland – Ítalía 1-3 (19-25, 17-25, 25-16, 18-25)
Stigahæstar: Nika Daalderop Holland 14 stig, Paola Egonu Ítalía 24 stig

Bronsleikur:

Tyrkland – Holland 3-0 (25-20, 25-19, 25-23)
Stigahæstar: Hande Baladin Tyrkland 13 stig, Anne Buijs Holland 14 stig

Úrslitaleikur:

Serbía – Ítalía 1-3 (26-24, 22-25, 19-25, 11-25)
Stigahæstar: Tijana Boskovic Serbía 20 stig, Paola Egonu Ítalía 29 stig

Blakfrétti óska Ítalíu innilega til hamingju með Evrópumeistaratitillinn.

Nánari upplýsingar um mótið má finna hér.